Framkvæmdastjórinn ekki rætt við sjónvarpsmanninn

Tim Davie, fram­kvæmda­stjóri BBC.
Tim Davie, fram­kvæmda­stjóri BBC.

Tim Davie, fram­kvæmda­stjóri BBC, hefur ekki rætt við sjónvarpsmann breska ríkisútvarpsins sem er nú á milli tannanna á Bretum vegna meints kynferðislegs myndefnis sem hann greiddi ungmenni fyrir. 

Davie hefur lítið viljað tjá sig um málið við breska fjölmiðla eftir að götumiðill­inn The Sun birti viðtal við móður ung­menn­is­ins á föstu­dag.

Sein viðbrögð BBC vegna málsins hafa verið harðlega gagnrýnd en fjölskyldan sendi BBC fyrst kvörtun 18. maí. Engin svör bárust og var málið ekki tekið fyrir af stjórnendum fyrr en 6. júlí, eftir að The Sun hafði samband við fjölmiðlaskrifstofu BBC.

Á blaðamannafundi neitaði Davie að tjá sig um hvort sjónvarpsmanninum hafi verið boðið að segja starfi sínu lausu. Á sunnudag var þó greint frá því að hann hafi verið sendur í leyfi. 

Þá vildi hann heldur ekki tjá sig um hvort hann vildi sjá sjónvarpsmanninn aftur á sjónvarpsskjánum ef ásakanirnar reynast rangar. 

BBC fundaði með lögreglu um málið í gær og skoðar lögregla nú gögn málsins. 

Sunak segist ekki vita hver maðurinn er

Rishi Sunak forsætisráðherra var spurður út í málið er hann var á leið til Vilníus á leiðtoga­fund­ NATO í morgun. 

Hann sagði að ríkisstjórninni hafi verið tjáð af BBC að stofnunin tæki málið alvarlega og að rannsókn þess væri í samræmi við það. 

Sunak sagðist ekki vita hver sjónvarpsmaðurinn væri. 

Rishi Sunak forsætisráðherra ræddi við fjölmiðla áður en hann fór …
Rishi Sunak forsætisráðherra ræddi við fjölmiðla áður en hann fór til Vilníus. AFP/Paul Ellis
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert