Fylgjast náið með leiðtogafundinum

Dmi­try Peskov, talsmaður Rúss­lands­for­seta, segir Rússa fylgjast náið með fundinum.
Dmi­try Peskov, talsmaður Rúss­lands­for­seta, segir Rússa fylgjast náið með fundinum. Samsett mynd

Stjórnvöld í Rússlandi segjast fylgjast náið með leiðtogafundi Atlandshafsbandalagsins (NATO) í Vilníus í Litháen og gagnrýna andrússneskan blæ hans.

Fundurinn hófst í dag og stendur fram á miðvikudag, en á honum verður möguleg aðild Úkraínu að NATO meðal annars rædd.

NATO líti á Rússa sem óvin

„Litið er á Rússland sem óvin, andstæðing, og það er í þessu samhengi sem umræður munu eiga sér stað,“ sagði Dmi­try Peskov, talsmaður Rúss­lands­for­seta, við blaðamenn í dag.

Peskov sagði einnig við blaðamenn í dag að rússnesk stjórnvöld teldu inngöngu Svía í NATO ógna öryggishagsmunum sínum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert