Segir NATO ekki vilja Úkraínu með

Selenskí vill aðild að NATO.
Selenskí vill aðild að NATO. AFP/Fjölmiðlatorg forseta Úkraínu

„Svo virðist sem hvorki sé vilji til að bjóða Úkraínu í NATO né gera landið að aðildarríki,“ skrifar Volodimír Selenskí, for­seti Úkraínu, á Twitter. 

Leiðtogafundur Atlants­hafs­banda­lagsins (NATO) í Vilníus í Litháen stendur nú yfir. Selenskí mun sitja fundinn þrátt fyrir að Úkraína sé ekki með aðild að bandalaginu. Í færslu sinni á Twitter segir forsetinn að hann muni ræða aðild Úkraínu að NATO á fundinum.

Hvatning fyrir Rússa

Selenskí segir Úkraínu meta bandamenn sína en að fáránlegt sé að NATO sé hvorki búið að setja sér tímaramma um að bjóða þeim í bandalagið né um umsókn þeirra í það.

„Þetta þýðir að tækifæri gefst til að semja um aðild Úkraínu að NATO í samningaviðræðum við Rússa. Og fyrir Rússa er þetta hvatning til að halda hryðjuverkum sínum áfram,“ skrifar Selenskí.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka