„Svo virðist sem hvorki sé vilji til að bjóða Úkraínu í NATO né gera landið að aðildarríki,“ skrifar Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, á Twitter.
Leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins (NATO) í Vilníus í Litháen stendur nú yfir. Selenskí mun sitja fundinn þrátt fyrir að Úkraína sé ekki með aðild að bandalaginu. Í færslu sinni á Twitter segir forsetinn að hann muni ræða aðild Úkraínu að NATO á fundinum.
Selenskí segir Úkraínu meta bandamenn sína en að fáránlegt sé að NATO sé hvorki búið að setja sér tímaramma um að bjóða þeim í bandalagið né um umsókn þeirra í það.
„Þetta þýðir að tækifæri gefst til að semja um aðild Úkraínu að NATO í samningaviðræðum við Rússa. Og fyrir Rússa er þetta hvatning til að halda hryðjuverkum sínum áfram,“ skrifar Selenskí.
We value our allies. We value our shared security. And we always appreciate an open conversation.
— Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) July 11, 2023
Ukraine will be represented at the NATO summit in Vilnius. Because it is about respect.
But Ukraine also deserves respect. Now, on the way to Vilnius, we received signals that…