Telja inngöngu Svía ógn

Rússar eru ekki sáttir með væntanlega inngöngu Svía í NATO.
Rússar eru ekki sáttir með væntanlega inngöngu Svía í NATO. AFP/Ilya Pitalev/Sputnik

Rússnesk stjórnvöld telja öryggishagsmuni landsins í hættu hljóti Svíar inngöngu í Atlandshafsbandalagið (NATO). 

Greint var frá því í gær að Recep Tayyip Er­dog­an, for­seti Tyrk­lands, muni samþykkja inn­göngu Svíþjóðar í NATO. Viðræður banda­lags­ins og Svíþjóðar hafa staðið yfir síðan á síðasta ári en Er­dog­an hef­ur helst staðið í vegi fyr­ir því að Svíþjóð hljóti inn­göngu.

„Neikvæðu afleiðingarnar eru ótvíræðar,“ sagði Dmitry Peskov, talsmaður Rússlandsforseta, við blaðamenn í dag. Bætti hann við að verið væri að skipuleggja gagnráðstafanir.

Talið er að tyrk­neska þingið samþykki aðild Svía í dag og að ungverska þingið geri það sama í kjöl­farið. Í NATO þurfa öll aðild­ar­rík­in að vera á einu máli um inn­göngu nýs rík­is, enda gild­ir þar sú regla að árás á einn sé árás á alla.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert