Ungverjar ætla að samþykkja Svía

Leiðtoga­fund­ur Atlants­hafs­banda­lags­ins (NATO) í Viln­íus í Lit­há­en stend­ur nú yfir.
Leiðtoga­fund­ur Atlants­hafs­banda­lags­ins (NATO) í Viln­íus í Lit­há­en stend­ur nú yfir. AFP/Odd Andersen

Ungverjar hafa ákveðið að styðja inngöngu Svía í Atlandshafsbandalagið (NATO). Utanríkisráðherra Ungverja greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni.

Í gær greindi Recep Tayyip Er­dog­an, for­seti Tyrk­lands, frá því að hann myndi styðja inn­göngu Svíþjóðar í NATO.

Ungverjaland og Tyrkland voru einu þjóðirnar sem höfðu sett sig á móti aðild Svía, en í NATO þurfa öll aðild­ar­rík­in að vera á einu máli um inn­göngu nýs rík­is, enda gild­ir þar sú regla að árás á einn sé árás á alla.

Búast má við að á næstu dögum eða vikum muni þing þessara tveggja þjóða að samþykkja umsókn Svía að NATO.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert