Viss um að væntanleg aðild Úkraínu verði árétt

Jens Stolten­berg, fram­kvæmda­stjóri Atlants­hafs­banda­lags­ins (NATO), er viss um að aðildarríki bandalagsins muni árétta að Úkraína fái aðild að NATO á leiðtogafundinum sem nú stendur yfir í Vilníus í Litháen.

Fund­ur­inn hófst í dag og stend­ur fram á miðviku­dag.

Stoltenberg sagði einnig að NATO myndi halda áfram að styðja Úkraínu í stríðinu við Rússa, og gera það eins lengi og það muni þurfa. „Það verða skýr skilaboð frá þessum fundi,“ sagði hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert