Loforð G7 bæti ekki upp fyrir NATO-aðild

Volodimír Selenskí og Jens Stoltenberg á fundi NATO í morgun.
Volodimír Selenskí og Jens Stoltenberg á fundi NATO í morgun. AFP/Petras Malukas

Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, segir að loforð leiðtoga G7-ríkjanna komi ekki í stað aðildar Úkraínu að Atlantshafsbandalaginu (NATO). Hann er þó þakklátur loforði ríkjanna um frekara öryggissamstarf. 

Selenskí ræddi við fjölmiðla eftir fund með Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra NATO.

Síðar í dag er búist við því að G7-ríkin gefi út aðgerðaáætlun til þess að styrkja stöðu Úkraínu gegn Rússlandi í stríðinu. 

Selenskí sagði fyrir leiðtogafund NATO í Vilníus í Litháen að hann vonaðist til þess að Úkraínu yrði boðin aðild með skýrri tímalínu. 

„Það sem er best fyrir Úkraínu er að vera í NATO,“ sagði Selenskí. Hann sagðist hafa góða trú á því að Úkraína fengið aðild að NATO eftir stríðið. 

„Við munum gera allt til að láta það ganga upp,“ sagði Selenskí. 

Leiðtogar NATO-ríkjanna samþykktu í gær að Úkraína myndi hljóta aðild að bandalaginu þegar skilyrðum yrði mætt af hálfu Úkraínumanna.

Rishi Sunak, Joe Biden, Stoltenberg og Selenskí.
Rishi Sunak, Joe Biden, Stoltenberg og Selenskí. AFP/Paul Ellis
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert