Alþjóðlega heilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur viðrað áhyggjur sínar af að fuglaflensa berist í menn.
Í tilkynningu sem stofnunin sendi frá sér í dag segir að sífellt fleiri tilvik greinist þar sem H5N1 eða fuglaflensa hafi greinst í spendýrum sem eru líffræðilega mun skyldari mannfólki en fuglum.
Þetta vekur áhyggjur vísindamanna sem telja auknar líkur á því að veiran berist í menn.