Leik- og söngkonan Jane Birkin er látin, 76 ára að aldri. Hún fannst látin á heimili sínu í París.
Frægðarsól hennar reist hæst á sjöunda og áttunda áratugnum. Á þeim tíma átti hún í ástarsambandi við tónlistarmanninn Serge Gainsbourg, og vakti hún athygli fyrir tískuvit sitt, þá fékkst hún einnig við fyrirsætustörf. Fræg handtaska frá hönnuðinum Hermés er kennd við Birkin, „The Birkin Bag“.
Samband Birkin og Gainsbourgs varði í 12 ár en eftir að sambandi þeirra lauk skildi leiðir þeirra þó ekki að fullu. Þau héldu áfram að vera vinir og Gainsbourg hélt áfram að semja lög fyrir Birkin.
Hún fæddist í London en öðlaðist þó frægð við að syngja á frönsku og fluttist svo til Frakklands á áttunda áratugnum.
Sem leikkona er hún þekktust fyrir hlutverk sín í kvikmyndunum Blow Up, Death on the Nile og Evil Under the Sun.
Í september 2021 fékk Birkin hjartaáfall sem varð til þess að hún þurfti að afboða sig á bandarísku kvikmyndahátíðina.