Kettir í Póllandi greinast með fuglaflensu

Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Myndin tengist fréttinni ekki beint. AFP/Christina Assi

„Mik­ill fjöldi“ katta í Póllandi hef­ur greinst með fuglaflens­una sem get­ur aukið lík­urn­ar á að flens­an ber­ist í menn. 

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Alþjóða heil­brigðismála­stofn­un­inni (WHO). 

Þar seg­ir að óvenju marg­ar til­kynn­ing­ar hafi borist til pólskra heil­brigðismála­yf­ir­valda um dauða ketti víðs veg­ar um landið. 29 kett­ir reynd­ust smitaðir af H5N1, eða fuglaflensu. 

Alls voru tek­in sýni úr 46 kött­um og einni gaupu. 14 kett­ir sem reynd­ust smitaðir voru svæfðir en 11 höfðu þegar drep­ist.

Óvíst er hvernig fuglaflens­an barst í kett­ina og er rann­sókn á far­aldr­in­um í gangi.

Skæður far­ald­ur 

Fuglaflensu­far­ald­ur­inn sem hófst í lok árs­ins 2021 er einn sá versti síðan fuglaflensa greind­ist fyrst árið 1996. Tug­ir millj­óna hænsna um all­an heim hafa verið af­lífaðar vegna veirunn­ar. 

Í til­kynn­ing­unni frá WHO kem­ur fram að áður hafi fuglaflensa greinst í kött­um en ekki eins mörg til­felli á svo stóru svæði líkt og grein­ast nú.

Sjald­gæft er að fuglaflensa grein­ist í mönn­um en hún get­ur valdið al­var­leg­um sjúk­dómi og er dán­artíðni há.

Frá ár­inu 2020 hafa tólf til­felli fuglaflensu greinst í mönn­um á heimsvísu, fjór­ir þeirra veikt­ust al­var­lega. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert