Yfir 52 gráður í Kína

Kínversk yfirvöld hafa gefið út viðvaranir vegna veðursins og búast …
Kínversk yfirvöld hafa gefið út viðvaranir vegna veðursins og búast við „fjölda náttúrulegra hamfara“ í sumar. AFP

Hitamet var slegið í Kína um helgina en hiti mældist 52,2 gráður í Sanbao-þorpi í norðvesturhluta landsins.

Hæstu mælingar í landinu á sama árstíma voru áður 50,6 gráður, en slíkur hiti mældist í júlí árið 2017. Alþjóðlegt hitamet hefur þegar verið slegið í júní 2023 og hafa tvær hitabylgjur hafa þegar herjað á Evrópu í sumar.

Tíðari og öfgakenndari vegna loftslagsbreytinga

Sanbao liggur í útjaðri Turpan-borgar, þar sem yfirvöld hafa gefið út fyrirmæli til íbúa um að halda sig innandyra og sent út farartæki til að úða vatni á götur borgarinnar, en yfirborðshiti náði allt að 80 gráðum í sumum hlutum borgarinnar. 

Fjölmörg hitamet hafa nú þegar verið slegin á norðurhvel jarðar í sumar og ekki er útlit fyrir að hiti taki að lækka. Hitabylgjur geisa um heim allan, en vísindamenn telja þær vera tíðari og öfgakenndari vegna loftslagsbreytinga.  

Kínversk yfirvöld hafa gefið út viðvaranir vegna veðursins og búast við „fjölda náttúruhamfara“ í sumar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert