Bandaríkjamaður í haldi í Norður-Kóreu

Frá öryggissvæðinu á milli Suður- og Norður-Kóreu. Mynd úr safni.
Frá öryggissvæðinu á milli Suður- og Norður-Kóreu. Mynd úr safni. AFP

Bandarískur ríkisborgari sem fór yfir landamærin frá Suður-Kóreu til Norður-Kóreu án leyfis var handtekinn við komu í landið og er nú í gæsluvarðhaldi.

Fréttastofa BBC greinir frá þessu.

Yfirstjórn Sameinuðu þjóðanna sem rekur hlutlausa svæðið (DMZ) og sameiginlegt öryggissvæði (JSA) sem er á milli Norður- og Suður-Kóreu sagði að maðurinn hafi ekki haft tilskylt leyfi fyrir inngöngu í Norður-Kóreu.

Samkvæmt yfirlýsingu frá Sameinuðu þjóðunum var maðurinn í skipulagðri skoðunarferð um öryggissvæðið þegar hann fór yfir landamærin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert