Enn hefur ekkert spurst til Qin Gang, utanríkisráðherra Kína, og loga netmiðlar af samsæriskenningum vegna þessa. Ráðherrann hefur ekki sést opinberlega í 23 daga en síðast var vitað um ferðir hans þann 25. júní.
Gang, sem hefur verið talinn náinn bandamaður Xi Jinping Kínaforseta, var skipaður í embættið í desember.
Stjórnmálagreinendur, stjórnmálafólk erlendis og kínverskur almenningur hefur velt vöngum yfir fjarveru Gang að undanförnu en þegar Mao Ning, talsmaður utanríkisráðuneytisins, var spurður út í hagi Gang sagðist hann ekki geta veitt neinar upplýsingar að svo stöddu.
Ekki er óalgengt að háttsettir embættismenn hverfi í Kína til lengri tíma án útskýringa. Xi Jinping hvarf sjálfur stuttu eftir að hann tók við forsetaembættinu árið 2012.
Tilgátur eru á lofti um að fjarvera Gang tengist framhjáhaldi hans sem sé til rannsóknar en talsmaður utanríkisráðuneytisins sagðist á ný ekki getað tjáð sig um málið.