Ekkert heyrst af utanríkisráðherranum

Ekkert hefur heyrst af Gang síðan þann 25. júní.
Ekkert hefur heyrst af Gang síðan þann 25. júní. AFP

Enn hefur ekkert spurst til Qin Gang, utanríkisráðherra Kína, og loga netmiðlar af samsæriskenningum vegna þessa. Ráðherrann hefur ekki sést opinberlega í 23 daga en síðast var vitað um ferðir hans þann 25. júní.

Gang, sem hefur verið talinn náinn bandamaður Xi Jinping Kínaforseta, var skipaður í embættið í desember.

Stjórnmálagreinendur, stjórnmálafólk erlendis og kínverskur almenningur hefur velt vöngum yfir fjarveru Gang að undanförnu en þegar Mao Ning, talsmaður utanríkisráðuneytisins, var spurður út í hagi Gang sagðist hann ekki geta veitt neinar upplýsingar að svo stöddu.

Ekki er óalgengt að háttsettir embættismenn hverfi í Kína til lengri tíma án útskýringa. Xi Jinping hvarf sjálfur stuttu eftir að hann tók við forsetaembættinu árið 2012. 

Tilgátur eru á lofti um að fjarvera Gang tengist framhjáhaldi hans sem sé til rannsóknar en talsmaður utanríkisráðuneytisins sagðist á ný ekki getað tjáð sig um málið.

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert