Lögreglan í Nevada-ríki í Bandaríkjunum hefur staðfest að hún hafi framkvæmt húsleit í úthverfi Las Vegas-borgar í vikunni í tengslum við óupplýsta morðið á rapparanum Tupac Shakur, sem myrtur var í Las Vegas árið 1996.
Lögreglan segir að í núverandi aðgerðum sínum sé enn ekki búið að handtaka neinn vegna málsins. Hún hefur ekki gefið upp frekari upplýsingar að svo stöddu, en ítrekar að rannsókn málsins standi yfir.
Tupac Shakur, sem margir þekkja betur undir listamannsnafninu 2Pac, lést 13. september árið 1996 eftir að hann var skotinn fjórum sinnum í bíl sínum þegar hann beið á rauðu ljósi. Var hann 25 ára gamall.
Shakur, sem seldi meira en 75 milljónir platna um allan heim, var tekinn inn í frægðarhöll rokksins árið 2017.