Óttuðust að grunaði myndi flýja land

Rex hefur neitað sök í öllum málunum.
Rex hefur neitað sök í öllum málunum. Samsett mynd

Rannsóknarlögreglumenn í máli Rex Heuermann, manns sem kvæntur er íslenskri konu og ákærður fyrir morð á þremur konum, óttuðust að hann myndi flýja land meðan á rannsókn málsins stóð. 

Þetta segir Rodney Harrison, yfirlögregluþjónn lögreglunnar í Suffolk-héraði í Bandaríkjunum.

„Við erum í raun fegin að hafa náð þessari skepnu af götunum,“ sagði hann í sjónvarpsþættinum OutFront á CNN í gærkvöld. Konurnar sem hann er ákærður fyrir að hafa myrt nærri Gilgo-ströndinni í nágrenni Long Island voru allar á þrítugsaldri. 

Spurði hvort málið væri komið í fréttirnar

Lögregla komst að því að Heuermann hafi fylgst með málunum, sem áður voru óupplýst, af ákefð. Hann hafi leitað að upplýsingum um gang þeirra yfir 200 sinnum auk mynda af fórnarlömbum og fjölskyldum þeirra. 

Heuermann er sagður hafa spurt lögreglu einnar spurningar þegar hann var handtekinn: „Er þetta komið í fréttirnar?“

Hann hefur neitað sök á morðunum á konunum þremur, þeim Melissu Barthelemy, Megan Waterman og Amber Costello en lögregla væntir þess að geta ákært Heuermann fyrir fjórða morðið, á Brainard-Barnes. Þá er fullyrt í frétt CNN að lögreglu hafi grunað Heuermann um að hafa haft augu á nýju fórnarlambi fram að handtöku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka