Handtaka Pútíns myndi þýða stríðsyfirlýsingu

Cyril Ramaphosa forseti Suður-Afríku og Vladimír Pútín Rússlandsforseti takast í …
Cyril Ramaphosa forseti Suður-Afríku og Vladimír Pútín Rússlandsforseti takast í hendur. AFP/Evgeny Biatov

Tilraunir til þess að handataka Vladimír Pútín Rússlandsforseta á suðurafrískri grundu myndu þýða stríðsyfirlýsingu á hendur Rússlandi. Þetta segir forseti Suður-Afríku, Cyril Ramaphosa. BBC segir frá.

Pútín er boðið til Suður-Afríku í ágúst þegar fundur BRICS-ríkjana verður haldinn þar í landi.

Alþjóðlegi stríðsglæpadómstóllinn (ICC) hefur gefið út handtökuskipun á hendur Pútín. Suður-Afríka viðurkennir dómstólinn og ætti því að aðstoða við að handtaka forseta Rússlands ef hann fer til landsins.

Áður hunsað skyldur sínar

Yfirvöld í Suður-Afríku hafa áður hunsað skyldur sínar gagnvart alþjóðadómstólum. Þáverandi forseti Súdans, Omar al-Bashir, fékk að koma óáreittur til Suður-Afríku árið 2015 þegar hann var eftirlýstur fyrir stríðsglæpi gegn eigin þjóð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert