Ása Ellerup skilur við eiginmanninn

Heuermann hefur neitað sök.
Heuermann hefur neitað sök. Samsett mynd

Ása Guðbjörg Ellerup, eiginkona Rex Heuermans sem grunaður er um að hafa orðið fjórum konum að bana á Long Island í Bandaríkjunum, hefur sótt um skilnað frá eiginmanni sínum.

Samkvæmt Fox sótti Ása Guðbjörg um skilnað frá Heuerman í gær en þar er haft eftir lögmanni Ásu þar sem hann segir lífi fjölskyldunnar hafa verið snúið á hvolf.

Þá er greint frá því að lögreglan hafi lokað heimili fjölskyldunnar af í um viku og tekið vegabréf, síma og tölvur.

Húsleit var gerð á heimili Ásu Ellerup og Rex Heuermann …
Húsleit var gerð á heimili Ásu Ellerup og Rex Heuermann um helgina. AFP/Yuki Iwamura

Gift í 27 ár

CNN greinir frá því að Ellerup og Heuerman hafi verið gift í 27 ár en lögreglan telji að fjölskyldan hafi ekkert vitað um gjörðir Heuermans. Lítið sé þó hægt að útiloka að svo stöddu.

Heuerman var handtekinn 14. júlí síðastliðinn og lýsti yfir sakleysi sínu í dómsal degi síðar og var úr­sk­urðaður í gæslu­v­arðhald án mögu­leika á að vera lát­inn laus gegn trygg­ingu.

Hann er ákærður fyr­ir morðið á Mel­issu Barthelemy sem hvarf árið 2009 sem og Meg­an Waterman og Amber Costello sem hurfu árið 2010. Þá er hann grunaður um morðið á Maureen Brainard-Barnes sem hvarf 2007. All­ar voru þær á þrítugs­aldri og voru að sögn sak­sókn­ara vestra vænd­is­kon­ur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka