Svara ekki fyrirspurnum Bandaríkjamanna

Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu. Ekkert hefur heyrst frá yfirvöldum …
Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu. Ekkert hefur heyrst frá yfirvöldum þar í landi vegna hvarfs bandarísks hermanns. AFP

Norður-Kórea hefur ekki svarað fyrirspurnum bandarískra stjórnvalda um örlög bandarísks hermanns, Travis Kings, sem tilkynnt var að væri í haldi þar í landi.

King, sem er 23 ára, fór yfir landamæri Norður- og Suður-Kóreu, sem er talið vera afar hættulegt svæði, enda vaktað af norðurkóreska hernum allan sólarhringinn. 

Sagður hafa hlaupið yfir landamærin án leyfis

Herforinginn John Aquilino hjá bandaríska hernum í Indó-Kyrrahafi segir að King hafi hlaupið yfir landamærin án leyfis og að bandaríski herinn í Suður-Kóreu rannsaki nú hvarf hans.

Nokkrum klukkustundum eftir hvarf Kings skutu Norður-Kóreumenn tveimur tilraunaeldflaugum í hafið, en ekki er talið að tilraunirnar hafi tengst flótta Kings beint.

Bandarísk stjórnvöld hvetja þegna sína til að fara ekki til Norður-Kóreu þar sem mikil hætta sé þar á handtöku enda sambandið stirt milli ríkjanna tveggja. 



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert