Þúsundir flýja heimili sín vegna skógarelda

Umfangsmiklir gróðureldar loga á eyjunni Ródos.
Umfangsmiklir gróðureldar loga á eyjunni Ródos. AFP/Eurokinissi

Þúsundir hafa þurft að flýja heimili sín á grísku eyjunni Ródos um helgina vegna gróðurelda sem þar loga nú. 

Slökkvilið á eyjunni lýsir eldunum þeim stærstu sem þeir hafa nokkurn tíman þurft að kljást við. 

Talið er að fleiri en 3.500 manns hafi þurft að flýja vegna eldanna. 

Gróðureldarnir hafa logað síðan á þriðjudag en mikil hitabylgja geisar í Evrópu. 

Ekki hefur verið tilkynnt um slys á fólki vegna eldanna. 

Fimm þyrlur og 173 slökkviliðsmenn hafa unnið við að slökkva eldana á svæðinu, en þrjú hótel hafa orðið eldinum að bráð. 



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert