BTK: „Hann er klón af mér“

Heu­er­mann var handtekinn í síðustu viku.
Heu­er­mann var handtekinn í síðustu viku. Samsett mynd

Denn­is Rader, sem geng­ur und­ir viður­nefn­inu BTK-fjölda­morðing­inn, segir Rex Heu­er­mann vera klón af sér. Í bréfi til fréttastofu Fox bendir Rader á ýmis líkindi milli hans og Heuermann.

Heu­er­mann var hand­tek­inn í New York í síðustu viku og er hann ákærður fyr­ir morð á þrem­ur kon­um. Konurnar hurfu árin 2009 og 2010. Lík þeirra fund­ust með sams kon­ar um­búnaði á nokk­urra daga tíma­bili síðla árs 2010.

Þá er Heu­er­mann sömuleiðis grunaður um morð á annarri konu sem hvarf árið 2007. Einnig segja rann­sak­end­urn­ir það til skoðunar hvort Heu­er­mann teng­ist öðrum óleyst­um morðmál­um í Banda­ríkj­un­um, svo sem í Atlantic City og New Jers­ey. Hafa dóm­ar­ar enn frem­ur gefið út leit­ar­heim­ild­ir fyr­ir staði í Las Vegas og Suður-Karólínu sem talið er að Heu­er­mann hafi tengst.

Rader var dæmdur í ævilangt fangelsi árið 2005 fyrir tíu morð sem hann framdi á ár­un­um 1974 til 1991. Eins og segir var viðurnefni hans BTK, en það stend­ur fyr­ir „Bind, tort­ure, kill“ eða „binda, pynta, drepa“.

Báðir handteknir 59 ára

Í bréfi sínu til Fox bendir Rader á að hann hafi verið 59 ára þegar hann var handtekinn, eins og Heu­er­mann. Þá hafi hann einnig verið kvæntur og átt tvö börn. 

Heu­er­mann er giftur Ásu Guðbjörgu Ell­erup en hún hefur sótt um skilnað frá honum. Saman eiga þau eina dóttur. Þá á Ása son úr fyrra sambandi. Eiginkona Rader sótti einnig um skilnað frá honum stuttu eftir handtöku hans.

Lög­regl­an telur fjöl­skyld­u Heu­er­mann ekki hafa vitað um gjörðir hans.

Rader bendir einnig á að hann og Heu­er­mann hafi báðir verið raðmorðingjar í langan tíma án þess að finnast. Þá hafi þeir báðir nota raftæki við morðin og verið eltihrellar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert