Twitter-fuglinn að syngja sitt síðasta

Elon Musk vill X í stað fugls.
Elon Musk vill X í stað fugls. AFP/Samuel Corum

Elon Musk, eigandi Twitter, vill losna við Twitter fuglamerkið og nota X í staðinn sem merki samfélagsmiðilsins. 

Á Twitter-síðu sinni stingur Musk upp á að litir fyrirtækisins verði svartur og hvítur, en núna eru þeir blár og hvítur.

Fyrirtæki Musk sem á Twitter heitir X Corp. Musk hefur sagt að hann hafi ætlað sér að breyta merki Twitter í langan tíma.

Musk hefur áður varpað fram hugmyndum sem ekkert hefur orðið úr. Aftur á móti deildi hann því með fylgjendum sínum á Twitter í dag að ef nógu flottu merki yrði deilt á samfélagsmiðilinn í kvöld myndi hann byrja nota það fyrir miðilinn á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert