Elon Musk, eigandi Twitter, vill losna við Twitter fuglamerkið og nota X í staðinn sem merki samfélagsmiðilsins.
Á Twitter-síðu sinni stingur Musk upp á að litir fyrirtækisins verði svartur og hvítur, en núna eru þeir blár og hvítur.
Like this but X pic.twitter.com/PRLMMA2lYl
— Elon Musk (@elonmusk) July 23, 2023
Fyrirtæki Musk sem á Twitter heitir X Corp. Musk hefur sagt að hann hafi ætlað sér að breyta merki Twitter í langan tíma.
Musk hefur áður varpað fram hugmyndum sem ekkert hefur orðið úr. Aftur á móti deildi hann því með fylgjendum sínum á Twitter í dag að ef nógu flottu merki yrði deilt á samfélagsmiðilinn í kvöld myndi hann byrja nota það fyrir miðilinn á morgun.
If a good enough X logo is posted tonight, we’ll make go live worldwide tomorrow
— Elon Musk (@elonmusk) July 23, 2023