Ása að ganga í gegnum „einstaklega erfitt tímabil“

Rex Heuermann hefur neitað sök.
Rex Heuermann hefur neitað sök. Samsett mynd

Jó­hanna Krist­ín Ell­erup, syst­ir Ásu Guðbjarg­ar Ell­erup, og mág­kona Rex Heu­er­mann, segist vera „agndofa“ eftir að Heuermann var handtekinn grunaður um að hafa banað þremur konum fyrir meira en áratug. 

Í skriflegu svari til NBC News sagði Jóhanna að hálfystir hennar, Ása, væri að ganga í gegnum „einstaklega erfitt tímabil“. 

Heuermann er 59 ára gamall og hefur verið ákærður fyrir morðin á hinni 24 ára gömlu Melissu Barthelemy, hinni 22 ára gömlu Megan Waterman, og hinni 27 ára gömlu Amber Lynn Costello. Lík kvennanna þriggja fundust árið 2010 á Gilgo-strönd á Long Island. 

Lík kvennanna þriggja fundust árið 2010 á Gilgo-strönd á Long …
Lík kvennanna þriggja fundust árið 2010 á Gilgo-strönd á Long Island. AFP/Spencer Platt/Getty Images

Ása og Heu­er­mann bjuggu í úthverfi í Massapequa ásamt tveimur uppkomnum börnum. 

„Ég flakka á milli þess að vilja sárlega að líf frænku minnar og frænda míns færist í fyrra horf, ósnortið, án þess að eiga föður sem er sakaður um að vera raðmorðingi, í að vera ánægð og örugg með að vita að einhver er í gæsluvarðhaldi,“ sagði í svari Jóhönnu.

„Sjálfsmyndin mín á í miklum erfiðleikum með að vinna úr þeirri hugmynd að ég hafi horft í augun á Rex og ekki getað greint neina morð hvata.“

Jóhanna neitaði að tjá sig frekar vegna fjölskyldu sinnar og sagðist ekki vita meira um málið. 

Sérstaklega tekið á eldra fólkið

Ása sótti um skilnað stuttu eftir að eiginmaður hennar var handtekinn. 

Robert Macedonio, lögmaður Ásu, sagði í yfirlýsingu til NBC News að Ása og fjölskylda hennar væru að ganga í gegnum gríðarlega erfitt tímabil. 

„Viðkvæmt eðli handtöku eiginmanns hennar tekur mikið á fjölskylduna tilfinningalega, sérstaklega eldri einstaklinga fjölskyldunnar.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert