Ferðamenn flýja gróðurelda með ferðatöskur í eftirdragi

Ferðamenn þurftu að yfirgefa Ródos í gær.
Ferðamenn þurftu að yfirgefa Ródos í gær. AFP

Ferðamenn á grísku eyjunni Ródos voru á flótta í gær vegna skógarelda sem þar geisa. 

„Við hlupum á ströndina með ferðatöskurnar,“ segir þýski ferðamaðurinn Oxana Neb í samtali við fréttastofu AFP. Þúsundir hafa þurft að flýja eyjuna vegna skógarelda og eru ferðamenn þar engin undantekning. 

Þýski ferðamaðurinn Lena Schwarz, sem þurfti að fara aftur til Þýskalands vegna eldanna, kallaði aðstæðurnar „helvíti á jörðu“.

„Við hlupum tíu kílómetra með allan farangurinn okkar til þess að flýja eldana,“ segir hún við AFP en á sama tíma mældist hiti á eyjunni 42 stig.

Örtröð á flugvellinum

Um 30.000 manns þurftu að yfirgefa Ródos um helgina vegna skógareldanna sem geisa á háannatíma ferðamennsku. 16.000 voru fluttir af almannavörnum á landi, 3.000 fóru sjóleiðina en aðrir komust burt á eigin vegum. 

Mikil örtröð myndaðist á flugvellinum í Ródos og varð röskun á flugi. Dæmi voru um að fólk gisti á vellinum að sögn ferðamanna á staðnum. Ródos er vinsæll ferðamannastaður sem um 2,5 milljónir sækja heim árlega.

Nokkrar skemmdir hafa orðið í skógareldunum í Ródos.
Nokkrar skemmdir hafa orðið í skógareldunum í Ródos. AFP
Ferðamenn bíða á vellinum í Ródos.
Ferðamenn bíða á vellinum í Ródos. AFP
Skógareldar geisa á grísku eyjunni Ródos.
Skógareldar geisa á grísku eyjunni Ródos. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka