Tæplega 2.500 manns voru fluttir frá grísku eyjunni Korfú í dag. Forsætisráðherrann varaði við því að þjóin væri í „stríði“ við skógareldana og talaði um að fram undan væru þrír erfiðir dagar.
Tugþúsundir manna hafa þegar flúið glæður á grísku eynni Ródos sökum eldsvoða, en margir óttaslegnir ferðamenn hafa keppst við að komast heim með flugi.
Um 2.400 gestir og heimamenn voru fluttir frá jónísku ferðamannaeyjunni Korfú í dag og í gær, af varúðarráðstöfunum, að sögn talsmanns slökkviliðsins.
Í dag löguðu einnig eldar á næststærstu eyju Grikklands, Evia.
„Við erum í stríði og erum eingöngu miðuð að eldvígstöðunum,“ sagði Kyriakos Mitsotakis forsætisráðherra Grikklands, á þinginu og varaði við því að þjóðin stæði frammi fyrir „öðrum þremur erfiðum dögum fram undan,“ en þá gera spár ráð fyrir að hitastig fari að lækka.
Vassilis Kikilias, almannavarnaráðherra Grikklands, sagði að viðbragðsaðilar hefðu barist við yfir 500 elda í kringum landið í 12 daga.
Langt tímabil mikils hita í landinu hefur aukið hættu á gróðureldum og skilið gesti eftir sem strandaglópa á háanna tíma ferðamanna.
Stjórnvöld hafa lagt áherslu á hraðan brottflutning í ljósi harmleiksins árið 2018 þegar rúmlega 100 manns fórust í mannskæðustu skógareldum Grikklands í Mati, nálægt Aþenu, sem Mitsotakis sagði í dag að „ásæki okkur öll.“
Vegna eldanna var hætt við hátíð sem haldin er árlega í Grikklandi í tilefni endurreisnar lýðræðis þar í landi.
Um 2,5 milljón gesta lögðu leið sína til Ródos árið 2022, en eyjan er ein stærsta ferðaeyja Grikklands. Nú hefur ferðaskrifstofan TUI frestað öllum ferðum þangað fram á föstudag.