Að minnsta kosti 33 eru látnir og 21 særður eftir að fjögurra hæða íbúðarhús hrundi á annað í borginni Douala í Kamerún.
Slysið varð aðfaranótt sunnudags og unnu viðbragðsaðilar hörðum höndum við að leita í rústunum og finna þá sem eftirlifandi gætu verið fram á mánudag. AFP greinir frá þessu.
Slökkviliðsmenn vinni nú að því að tryggja að enginn sé eftir undir rústunum.
Þá sé þetta ekki í fyrsta sinn sem íbúðarhús hrynur í Douala en svipað slys hafi orðið árið 2016 og þá hafi yfirvöld kennt slæmu viðhaldi og broti á reglugerðum um atburðinn. Í júní sama ár komust yfirvöld af því að fimm hundruð byggingar væru að hruni komnar.