16 ára skáti lét lífið í óveðri

Mikill vindur var í Mílanó í nótt.
Mikill vindur var í Mílanó í nótt. AFP/Cruciatti

16 ára stúlkuskáti lét lífið í óveðri sem skall á Norður-Ítalíu í nótt. Stúlkan lét lífið eftir að tré féll á tjald hennar í skátabúðum sem hún var í. Slysið átti sér stað nærri borginni Brescia.

Síðar voru búðirnar rýmdar og fóru slökkviliðsmenn með skátana í íþróttahús í nágrenninu.

Í óveðrinu í nótt var mikill vindur, rigning og haglél.

Í borginni Mílanó féllu þó nokkur tré í óveðrinu. Á myndum má sjá að nokkur tré hafi fallið á bíla. Þá urðu einnig skemmdir á raforkukerfi borgarinnar.

Ljóst er að óveðrið olli miklu tjóni.
Ljóst er að óveðrið olli miklu tjóni. AFP/Piero Cruciatti
Það er erfitt að komast vega sinna þegar tré liggur …
Það er erfitt að komast vega sinna þegar tré liggur þvert yfir gangstéttina. AFP/Piero Cruciatti
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert