H&M sakar Shein um brot á höfundarrétti

Fatarisarnir deila.
Fatarisarnir deila. AFP/Isaac Lawrence

Verslunarrisinn H&M hefur kært fataframleiðandann Shein fyrir brot á höfundarrétti. Kæran er lögð fram í Hong Kong en H&M sakar Shein um að hafa brotið höfundarrétt í fjölda tilfella og framleitt föt sem séu eftirlíking af þeirra hönnun.

AFP greinir frá því að í kærunni komi fram að mikil líkindi séu með vörunum sem á við en eina útskýringin sé í raun að hermt hafi verið eftir vöru H&M.

Nefnt er að lögsóknir séu fremur algengar þegar kemur að fataframleiðslu sem þessari en vanalega séu það þó smærri merki eða hönnuðir að kæra þau stóru. Shein hefur einnig verið kært af minni hönnuðum fyrir starfshætti sína.

Fyrirtækið hefur einnig verið sakað um mannréttindabrot í framleiðslu sinni og að hafa slæm áhrif á umhverfið.

Vinsældir Shein hafa nálgast H&M hratt en árið 2021 er vöxtur fyrirtækisins á milli ára sagður hafa verið um 16 milljarðar Bandaríkjadala.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert