Kínverski utanríkisráðherrann leystur frá störfum

Gang er ekki lengur utanríkisráðherra Kína.
Gang er ekki lengur utanríkisráðherra Kína. AFP

Qin Gang hefur stigið til hliðar sem utanríkisráðherra Kína. Ekki hefur sést til hans í tæplega mánuð og hafa ýmsar kenningar verið á lofti um ástæður fjarveru hans.

Gang, sem hef­ur verið tal­inn ná­inn bandamaður Xis Jin­pings Kína­for­seta, var skipaður í embættið í des­em­ber. 

Xi hefur þegar í stað skipað Wang Yi í embætti utanríkisráðherra samkvæmt kínverska fréttamiðlinum Xinhua. Yi hefur verið framkvæmdastjóri Kommúnistaflokksins síðan í janúar á þessu ári. 

Wang Yi, nýr utanríkisráðherra Kína.
Wang Yi, nýr utanríkisráðherra Kína. AFP

Síðast var vitað um ferðir hans þann 25. júní.

Ekki er óal­gengt að hátt­sett­ir emb­ætt­is­menn hverfi í Kína til lengri tíma án út­skýr­inga. Xi Jin­ping hvarf sjálf­ur stuttu eft­ir að hann tók við for­seta­embætt­inu árið 2012. 

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert