Qin Gang hefur stigið til hliðar sem utanríkisráðherra Kína. Ekki hefur sést til hans í tæplega mánuð og hafa ýmsar kenningar verið á lofti um ástæður fjarveru hans.
Gang, sem hefur verið talinn náinn bandamaður Xis Jinpings Kínaforseta, var skipaður í embættið í desember.
Xi hefur þegar í stað skipað Wang Yi í embætti utanríkisráðherra samkvæmt kínverska fréttamiðlinum Xinhua. Yi hefur verið framkvæmdastjóri Kommúnistaflokksins síðan í janúar á þessu ári.
Síðast var vitað um ferðir hans þann 25. júní.
Ekki er óalgengt að háttsettir embættismenn hverfi í Kína til lengri tíma án útskýringa. Xi Jinping hvarf sjálfur stuttu eftir að hann tók við forsetaembættinu árið 2012.