Lokuðu flugvellinum vegna skógarelda á Sikiley

Skógareldar geisa nú á Sikiley, en gríðarlegur hiti hefur mælst á suðurhluta Ítalíu. Í gær mældust 47 gráður í borginni Catania á Sikiley.

Vegna skógareldanna þurfti að loka flugvellinum í Palermo á Sikiley í nokkra klukkutíma í morgun. Þá hafa einnig verið miklar truflanir á lestarsamgöngum.

Síðustu daga hafa sömuleiðis miklir skógareldar geisað á grísku eyjunum Ródos og Korfú.

Í spilaranum hér að ofan má sjá myndskeið af slökkviliðsmönnum berjast við að slökkva eldana á Sikiley.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert