Bítur fólk ítrekað

Commander er ekki fyrsti hundur Bidens sem bítur gesti.
Commander er ekki fyrsti hundur Bidens sem bítur gesti. AFP/Saul Loeb

Commander, hundur forsetahjónanna Joe Bidens og Jill Bidens, hefur komið sér í klandur fyrir að bíta meðlimi leyniþjónustunnar og gesti að minnsta kosti 10 sinnum frá árinu 2021, þar af voru sjö bit á fjögurra mánaða tímabili sem endaði í janúar á þessu ári. Hundurinn verður sendur í endurþjálfun til að koma í veg fyrir fleiri bit af hans hálfu.

Commander er þýskur fjárhundur og alveg eins og forveri sinn, Major, þá á hann það til að bíta fólk. Eitt skiptið beit hann mann í leyniþjónustunni með þeim afleiðingum að hann var sendur á spítala.

Vildi láta múlbinda trýnið á hundinum

Samkvæmt tölvupóstum leyniþjónustunnar, sem fengust vegna upplýsingabeiðnar Judicial Watch hópsins, kemur fram að einn í leyniþjónustunni hafi alls ekki verið sáttur eftir að kollegi hans hafði verið bitinn af Commander.

„Þvílíkt djók. . . Ef þetta væri ekki hundurinn þeirra þá væri búið að lóga honum. Það þarf að múlbinda þennan trúð.“

Upplýsingafulltrúi Hvíta hússins, Karine Jean-Pierre, segir að forsetafjölskyldan vinni nú að því að gera ástandið betra fyrir alla. Til dæmis verður hundurinn sendur í frekari þjálfun og honum gefnir ákveðnir staðir til að hlaupa og hreyfa sig.

Hundurinn Commander á það til að bíta fólk.
Hundurinn Commander á það til að bíta fólk. AFP/Saul Loeb
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert