Bætir við fleiri ákæruliðum

Sérstakur saksóknari hefur ákært Trump í þremur nýjum liðum.
Sérstakur saksóknari hefur ákært Trump í þremur nýjum liðum. AFP/Samsett mynd

Jack Smith, sérstakur saksóknari, hefur lagt fram viðbótarákærur á hendur Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, vegna meintrar misnotkunar hans á leyniskjölum eftir að hann yfirgaf Hvíta húsið, að því er fram kemur í dómsskjölum.

Trump hefur verið ákærður í þremur nýjum liðum, en fyrir hafði hann verið ákærður í 37 liðum vegna hundraða leyniskjala sem hann hafði í vörslu þrátt fyr­ir að kjör­tíma­bili hans væri lokið.

Nýju ákæruliðirnir snúa að því að hann hafi vísvitandi geymt skjöl sem varðveittu upplýsingar um varnarmál Bandaríkjanna og hinir tveir ákæruliðirnir gera honum að sök að hafa hindrað framgang réttvísinnar með meintum tilraunum til að eyða myndbandsupptökum úr eftirlitsmyndavélum á Mar-a-Lago setrinu sínu sumarið 2022.

Samkvæmt samantekt frá skrifstofu Smith hefur Carlos De Oliveira, viðhaldsstarfsmaður á Mar-a-Lago, einnig fengið á sig ákæru fyrir að hindra framgang réttvísinnar. Trump á að hafa beðið hann um að eyða myndbandsupptökum úr eftirlitsmyndavélum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert