Krefjast þess að forsetinn verði látinn laus

Mohamed Bazoum, forseti Níger, í maí.
Mohamed Bazoum, forseti Níger, í maí. AFP/Issouf Sanogo

Evrópusambandið krefst þess að Mohamed Bazoum, forseta Níger, og fjölskyldu hans verði sleppt tafarlaust úr haldi herforingja í landinu.

Herforingjar í Níger tilkynntu í nótt að þeir hefðu rænt völdum í landinu. Abdou Sidikou Issa, yfirmaður hersins í Níger, sagðist í dag styðja yfirlýsingu herforingjanna.

Charles Michel, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, tilkynnti í dag að hann hefði lofað fullum stuðningi sambandsins í símtali við Bazoum, sem er sagður vera við góða heilsu.

Muni vernda lýðræði Níger

Bazoum greindi frá því í yfirlýsingu í dag að hann myndi gera allt hvað hann gæti til að vernda lýðræðið í landinu.

„Níger er nauðsynlegur samstarfsaðili Evrópusambandsins í Sahel,“ sagði Nabila Massrali, talskona utanríkismálastefnu ESB.

ESB hóf fyrr á árinu hernaðarsamstarfsverkefni til að aðstoða við að þjálfa her Níger í baráttu þeirra við jihadista.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert