Myndskeið: Kim Jong Un sýnir Rússum vopnin sín

Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu, sýndi Sergei Sjoígú, varnarmálaráðherra Rússlands, nýjustu vopn norðurkóreska hersins, þar á meðal óður óséða dróna, í nýju myndbandi sem gefið er út af KCNA, ríkisfjölmiðli Norður-Kóreu.

Mennirnir tveir sjást skoða „Vopna- og tækjabúnaðarsýninguna 2023“, að því er ríkisfjölmiðillinn segir frá.

Heimsókn Sjoígú til landsins er fyrsta opinbera heimsóknin til Norður-Kóreu síðan fyrir heimsfaraldurinn en sendinefnd á vegum kínverskra stjórnvalda er einnig í heimsókn í landinu.

Kim Jong Un hefur opinberlega lýst yfir stuðningi sínum við Rússa í stríðinu í Úkraínu en Bandaríkin telja að Norður-Kóreumenn hafi útvegað Rússum flugskeyti til aðstoðar í stríðinu. Norður-Kóreumenn neita þessum ásökunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka