Stefnir í annað metár í brennslu kola

Á síðasta ári voru brennd 8,3 milljarðar tonna af kolum …
Á síðasta ári voru brennd 8,3 milljarðar tonna af kolum á heimsvísu. AFP/Fassbender

Eftirspurn hefur aldrei verið meiri eftir kolum heldur en á síðasta ári. Nú stefnir í að árið í ár verði á pari við síðasta ár.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Alþjóðaorkumálastofnuninni.

Brennsla á kolum er stór hluti af heildarútblæstri af koltvíoxíði af mannavöldum, sem veldur loftlagsbreytingum á jörðinni.

Á síðasta ári voru brennd 8,3 milljarðar tonna af kolum á heimsvísu. Talið er að Kína, Indland og Suðaustur-Asía muni brenna um 75% af því magni í ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert