Ása bað fréttamenn um að láta sig í friði

Fréttamenn biðu við heimilið þegar Ása sneri aftur.
Fréttamenn biðu við heimilið þegar Ása sneri aftur. AFP/Yuki Iwamura

Ása Guðbjörg Ellerup, eiginkona Rex Heuermanns sem grunaður er um að hafa orðið fjórum konum að bana í Bandaríkjunum, sást fyrir utan heimili þeirra á Long Island í gær.

Fréttamenn biðu við heimilið þegar Ása sneri aftur eftir að rannsókn lögreglu lauk í húsinu og á lóðinni. New York Post birti myndskeið þar sem Ása sést öskra á fréttamenn og gefa þeim fingurinn er þeir gáfu sig á tal við hana.

„Gerið það, látið mig vera,“ sagði Ása við fréttamenn er hún var spurð hvort hún hygðist dvelja í húsinu.

„Ég er reiður“

Heuermann hefur verið ákærður fyrir morð á þremur konum og liggur undir grun um að hafa framið eitt til viðbótar. Lík kvennanna fundust við Gilgo-strönd fyrir meira en tíu árum og hefur mál þeirra verið óupplýst síðan.

Börn Ásu, Victoria Heuermann og Christopher Sheridan, voru einnig við heimilið í gær. „Ég er reiður,“ sagði Sheridan þegar hann gekk fram hjá blaðamönnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert