Hershöfðingi lýsir sig sem nýjan leiðtoga landsins

Abdourahamane Tchiani, hershöfðingi og sjálfskipaður leiðtogi Níger.
Abdourahamane Tchiani, hershöfðingi og sjálfskipaður leiðtogi Níger. AFP

Nígerski hershöfðinginn Abdourahamane „Omar“ Tchiani, ávarpaði þjóðina í ríkissjónvarpi landsins í dag og lýsti sig sem nýjan leiðtoga landsins. Tchiani ásamt níu öðrum herforingjum tilkynntu þjóðinni að þeir hefðu rænt völdum af forseta landsins Mohamed Bazoum. 

Lífvarðasveit forsetans halda honum nú í gíslingu á heimili hans, fyrir hönd herforingja, en hann er enn talinn við góða heilsu. 

Bazoum var kjörinn leiðtogi landsins árið 2021, í fyrstu friðsamlegu lýðræðislegu kosningum landsins síðan Níger öðlaðist sjálfstæði frá Frakklandi árið 1960. Valdaránið telst því mikill ósigur fyrir lýðræði í landinu. 

Tchiani, hefur verið yfir lífvarðasveit forseta síðan 2011 og öðlaðist herforingja titilinn árið 2018 undir stjórn fyrrum forseta landsins, Mahamadou Issoufou. 

Valdaránið hefur verið fordæmt af alþjóðasamfélaginu þar á meðal Evrópusambandinu, Sameinuðu þjóðunum, Afríkusambandinu og Efnahagsbandalagi Vestur-Afríkuríkja. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert