Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hyggst stýra fundi varnarráðs síns í dag, laugardag, um valdaránið í Níger, en hershöfðingi hefur lýst sig nýjan leiðtoga landsins.
Macron hefur harkalega fordæmt herforingjana sem steyptu forseta landsins, Mohamed Bazpum, af stóli á miðvikudag.
Frakkland hefur um 1.500 hermenn á víð og dreif í Vestur-Afríku, en Níger var nýlenda og undir stjórn Frakka þar til ársins 1960 þegar landið öðlaðist sjálfstæði.