Saka Úkraínumenn um drónaárás á Moskvu

Tjón er á tveimur skrifstofubyggingum í borginni.
Tjón er á tveimur skrifstofubyggingum í borginni. AFP/Alexander Nemenov

Rússar saka Úkraínumenn um að hafa gert drónaárás á Moskvu, höfuðborg Rússlands, í nótt. Tjón varð á tveimur skrifstofuturnum í borginni og var flugvellinum í borginni lokað í stutta stund vegna árásarinnar.

BBC greinir frá.

Einn særðist

Rússneska fréttastofan Tass greinir frá því að einn hafi slasast í árásinni.

Varnarmálaráðneyti Rússa segir árásina hafa verið tilraun til hryðjuverkaárásar sem Rússar hafi náð að hindra. Úkraínumenn hafa ekki viðurkennt ábyrgð sína á árásinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert