Segir að stríðið komi til Rússlands eftir árásina

Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu.
Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu. AFP

Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, varaði Rússa við því að fyrr en um síðir kæmi stríðið til Rússlands.

Þetta kemur í kjölfar þess að drónaárás var gerð í Moskvu, höfuðborg Rússlands, í nótt. Rússar sökuðu Úkraínumenn um að hafa gert árásina. Þrír drónar voru skotnir niður en Úkraína hefur ekki lýst ábyrgð sinni á verknaðinum.

„Smám saman snýr stríð aftur á landsvæði Rússa, til táknrænna miðstöðva og herstöðva. Þetta er óumflýjanlegt, eðlilegt og að öllu leyti sanngjarnt,“ sagði Selenskí í heimsókn sinni til borgarinnar Ívanó-Frakívsk í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert