Nágrannar bjóða Ásu aðstoð sína

Lögreglumenn stóðu vaktina fyrir utan heimili fjölskyldunnar þegar leitað var …
Lögreglumenn stóðu vaktina fyrir utan heimili fjölskyldunnar þegar leitað var sönnunargagna á heimilinu. AFP/Yuki Iwamura

Lögreglumaður færði Ásu Ellerup, eiginkonu Rex Heuermann sem grunaður er um að hafa orðið 4 manns að bana, óvæntan glaðning frá nágrönnum hennar á Long Island á laugardag.

Um var að ræða poka af matvöru auk vinalegra skilaboða frá nágrönnunum, þar sem fjölskyldunni er boðinn stuðningur. Frá þessu greinir New York Post.

„Kæru nágrannar, við hugsum til ykkar á þessum erfiðu tímum. Ef það er eitthvað sem við getum gert, vinsamlegast látið okkur vita.“

Heuermann hefur verið ákærður fyrir morð á þremur konum sem fundust látnar við Gilgo-strönd á Long Island árið 2010. Þá er hann grunaður um eitt til viðbótar. 

Óljós skilaboð til ljósmyndara

Á föstudag sagði Ása ljósmyndurum að þeim væri frjálst að taka myndir, en gaf síðan frá sér ruglingslega yfirlýsingu um þunglyndi. 

„Ef þú vilt taka myndir, þá endilega, það er í lagi mín vegna núna. Ef þú vilt standa upp og bíða eftir einhverju. Það er nóg að gera hjá mér,“ sagði Ása við ljósmyndara, og bætti við að þunglyndið sem hún hefur upplifað vegna þess sem hún sá, hafi verið nógu mikið áfall. 

Upp­fært: Í fyrri út­gáfu þess­ar­ar frétt­ar stóð að Heu­er­mann væri grunaður um morð á ell­efu manns. Sam­kvæmt New York Times hafa ell­efu lík fund­ist á svæðinu við Gil­go-stönd á ár­un­um 2010 til 2011. Heu­er­mann er ákærður fyr­ir morð á þrem­ur kon­um og er grunaður um eitt til viðbót­ar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert