Rússar og Þjóðverjar fordæma valdaránið

Margir rússneskir fánar hafa verði á lofti á götum Niamey, …
Margir rússneskir fánar hafa verði á lofti á götum Niamey, höfuðborgar Níger, síðan valdaránið var framið í síðustu viku. AFP

Þýsk stjórnvöld hafa stöðvað alla fjárhagsaðstoð til Níger vegna valdaránsins sem var framið í landinu í síðustu viku. Rússnesk stjórnvöld biðla til „allra hliða“ í átökunum í Níger um að sýna taumhald.

Þau vara þýsk stjórnvöld einnig við því að það geti gripið til hertari aðgerða gegn landinu.

Talsmaður þýska utanríkisráðuneytisins sagði á blaðamannafundi í dag að Þýskaland hafi „stöðvað allar beinar greiðslur til nígersku ríkisstjórnarinnar þar til annað væri tilkynnt“ . Einnig var tilkynnt að þýsk stjórnvöld hafi stöðvað alla samvinnu með Níger, sem er eitt fátækasta land heims.

Viðbragð við „versnandi öryggisástandi“

Greint var frá því á mbl.is í síðustu viku að Ama­dou Abdrama­ne, und­irof­ursti í níg­erska hern­um, hefði sagt í sjón­varps­ávarpi aðfaranótt fimmtu­dags að varn­ar- og ör­ygg­is­sveit­ir lands­ins hefðu ákveðið að setja Mohamed Bazoum forseta af.

Abdoura­hama­ne Omar Tchi­ani, hers­höfðingi og yf­ir­maður líf­varðasveita for­set­ans, ávarpaði síðan níg­er­ísku þjóðina á föstu­dag og lýsti sig sem nýj­an leiðtoga lands­ins. Bazoum forseta hefur verið haldið í gísl­ingu í embættisbústað sín­um síðan á miðviku­dag.

Tchiani segir að valdaránstilraunin sé viðbragð við „versnandi öryggisástandi“ lands­ins í sam­bandi við blóðsút­hell­ing­ar Ji­hadista á Sahelösvæðinu, auk spill­ing­ar og slæms efna­hags­ástands í landinu. Um er að ræða þriðja valdaránið á Sahel-svæðinu á þremur árum.

„Allar hliðar“ leggi niður vopnin

„Við köllum eftir því að réttarríkið verði aftur komið á fót í landinu fljótlega og aðhaldi frá öllum hliðum svo að þetta leiði ekki til mannfalls,“ segir Dmitrí Peskov, talsmaður Rússlandsforseta. 

Leiðtog­ar Vestur-Afr­íku­ríkja hafa gefið her­for­ingja­stjórn­inni í Níg­er viku­frest til þess að láta af hendi völd í land­inu.

„Það sem er að gerast [í Níger] er gríðarstórt áhyggjuefni,“ sagði Peskov.

Herforingjastjórnin hefur ásakað Frakkland, fyrrverandi nýlenduherra Nígermanna, um að vilja beinar „hernaðarí­hlut­un­ í land­inu“ í kjölfar valdaránsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert