Þjóðverjar hvattir til þess að flýja

Frakkar hafa þegar skipulagt brottflutning sinna ríkisborgara úr landi. Á …
Frakkar hafa þegar skipulagt brottflutning sinna ríkisborgara úr landi. Á mynd má sjá Nígerska hermenn fagna valdaráninu. AFP

Utanríkisráðuneyti Þýskalands hvetur þýska ríkisborgara í Níger til þess að yfirgefa landið með flugvélum Frakka vegna valdaráns í landinu.

„Vinir okkar í Frakklandi hafa boðist til þess, innan takmarka þeirrar getu, að taka þýska ríkisborgara um borð í flug frá Níger,“ sagði talsmaður utanríkisráðuneytisins.

Ráðuneytið segir að færri en hundrað þýskir ríkisborgarar séu staddir í Níger.

Valdarán var framið í Níger í síðustu viku. Kjör­inn for­seti Níg­er og vest­ræni bandamaður­inn Mohamed Bazoum hafa verið í haldi hers­ins frá því á miðviku­dag, í þessu þriðja vald­aráni lands­ins á jafn mörg­um árum. 

Abdoura­hama­ne Tiani, yf­ir­maður for­seta­varða, hef­ur lýst sig leiðtoga á meðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert