Utanríkisráðuneyti Þýskalands hvetur þýska ríkisborgara í Níger til þess að yfirgefa landið með flugvélum Frakka vegna valdaráns í landinu.
„Vinir okkar í Frakklandi hafa boðist til þess, innan takmarka þeirrar getu, að taka þýska ríkisborgara um borð í flug frá Níger,“ sagði talsmaður utanríkisráðuneytisins.
Ráðuneytið segir að færri en hundrað þýskir ríkisborgarar séu staddir í Níger.
Valdarán var framið í Níger í síðustu viku. Kjörinn forseti Níger og vestræni bandamaðurinn Mohamed Bazoum hafa verið í haldi hersins frá því á miðvikudag, í þessu þriðja valdaráni landsins á jafn mörgum árum.
Abdourahamane Tiani, yfirmaður forsetavarða, hefur lýst sig leiðtoga á meðan.