Yrði stríðsyfirlýsing við nágrannalönd

Stuðningsmenn herforingjastjórnarinnar, mótmæla refsiaðgerðum Frakklands við sendiráðið í gær.
Stuðningsmenn herforingjastjórnarinnar, mótmæla refsiaðgerðum Frakklands við sendiráðið í gær. AFP

Hernaðaraðgerðir í Níger væru stríðsyfirlýsing gagnvart nágrannalöndunum Búrkína Fasó og Malí, segir í sameiginlegri yfirlýsingu frá stjórnvöldum þeirra. 

Yfirlýsingin var gefin út í kjölfar þess að leiðtogar í Vestur Afríku hótuðu að beita valdi til að koma forseta landsins Mohamed Bazoum aftur til valda, en hershöfðingjar í landinu frömdu nýverið valdarán. 

Þvingunum þegar beitt

Fjárþving­un­um og fjár­hags­leg­um refsiaðgerðum hef­ur þegar verið beitt eft­ir að vald­aránið vakti at­hygli í álf­unni og á Vest­ur­lönd­um.

Vakti það mikla reiði meðal Nígermanna og úr urðu mótmæli fyrir framan sendiráð fyrrum nýlenduherra landsins: Frakklands.

Höfuðpaur þeirra, hershöfðinginn Abdoura­hama­ne „Omar“ Tchi­ani, lýsti sig sem nýj­an leiðtoga lands­ins í sjónvarpsávarpi til þjóðarinnar á föstudaginn.

Tchiani hefur verið yfir lífvarðasveit forsetans síðan 2011, en lífverðir forsetans halda honum í gíslingu á heimili hans eins og stendur. 

Í tilkynningu Malí og Búrkína Fasó segir að innrás í Níger gæti valdið óstöðugleika á öllu svæðinu. Neituðu nágrannalöndin einnig að að beita „ólöglegum, ólögmætum og ómannúðlegum refsiaðgerðum gegn íbúum og yfirvöldum í Níger“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert