Ferðamönnum boðið frítt til Grikklands

Eldarnir kviknuðu á versta tíma fyrir ferðamannaiðnaðinn.
Eldarnir kviknuðu á versta tíma fyrir ferðamannaiðnaðinn. AFP/Armend Nimani

Forsætisráðherra Grikklands hefur boðið ferðamönnum sem urðu að flýja gróðureldana á eyjunni Ródos, að heimsækja hana aftur endurgjaldslaust, á næsta ári.

AFP greinir frá þessu.

Þúsundir hafa þurft að flýja vegna eldana, þar á meðal ferðamenn en eldarnir kviknuðu á háannatíma í ferðamannaiðnaðinum á Grikklandi.

„Grísk stjórnvöld munu bjóða einnar viku frí endurgjaldslaust til allra þeirra sem þurftu að fara fyrr en áætlað var vegna gróðureldana,“ er haft eftir Kyriakos Mitsotakis, forsætisráðherra Grikklands.

Slökkt hefur verið í eldunum og reyna ferðaskrifstofur eyjunnar nú að lokka ferðamenn þangað aftur og segja eyjuna örugga eftir að öllu lauk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert