Nígería hættir að selja rafmagn til Níger

Stuðningsmenn herforingastjórnarinnar mótmæla við franska sendiráðið í Niamey.
Stuðningsmenn herforingastjórnarinnar mótmæla við franska sendiráðið í Niamey. AFP

Í kjölfar valdaránsins í Níger hefur nágrannaríkið Nígería ákveðið að hætta útflutningi á rafmagni til landsins. Níger eru nær algerlega háðir Nígeríumönnum um rafmagn, því að um 70% alls rafmagns sem neytt er kemur frá Nígeríu.

Í höfuðborg Níger, Niamey, er nokkur raforkuframleiðsla, en þegar var farið að bera á orkuskorti í ýmsum héruðum landsins fyrir valdaránið. Níger hefur reynt að öðlast sjálfstæði í orkumálum.

Stefna að sjálfstæði í orkumálum 

Það á að gerast með því að reisa Kandadji stífluna í ánni Níger (sem landið er kennt við) um 180 kílómetrum frá höfuðborginni. Gangi allt að óskum á að vera lokið við stíflugerðina árið 2025 og mun geta framleitt 629 gígavattstundir á ári hverju.

Ákvörðun Nígeríumanna eru liður í samræmdum aðgerðum ríkja í Vestur-Afríku til að refsa herforingjastjórninni sem steypti lýðræðislega kjörnum leiðtoga Níger í síðustu viku.

Níger er eitt fátækasta ríki heims og vermir gjarnan eitt af neðstu sætunum í vísitölu um þróun lífsgæða (HDI) sem gjarnan er notuð sem viðmið um hagsæld í hverju ríki fyrir sig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert