Bandarískur hermaður í haldi í Norður-Kóreu

Travis King (í svörtum bol vinstra megin á mynd) rétt …
Travis King (í svörtum bol vinstra megin á mynd) rétt áður en hann hljóp yfir landamærin. AFP/Sarah Leslie

Yfirvöld í Norður-Kóreu hafa staðfest að Travis King, bandarískur hermaður, sé í haldi þar í landi eftir að hafa hlaupið yfir landamærin frá Suður-Kóreu.

Þetta kemur fram í tilkynningu hersveita Sameinuðu þjóðanna. BBC greinir frá.

Sameinuðu þjóðirnar hyggjast ekki gefa frekari upplýsingar um viðbrögð í Pyongyang að svo stöddu í ótta um að raska tilraunum til að koma hermanninum heim.

Áður en King fór yfir landamærin hafði hann setið í fangelsi í Suður-Kóreu vegna ákæru um líkamsárás. Hann var látinn laus 10. júlí og átti að fljúga aftur til Bandaríkjanna til að sæta agaviðurlögum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert