Leiðtogi Ríkis íslams sagður látinn

Fáni Ríkis íslams.
Fáni Ríkis íslams. AFP

Hryðjuverkasamtökin Ríki íslams hafa tilkynnt dauða leiðtoga síns, Abu al-Husseini al-Qurashi. Leiðtoginn á að hafa látið lífið í átökum í Norðvestur-Sýrlandi.

AFP greinir frá því að leiðtoginn hafi verið drepinn eftir bein átök við hóp jíhadista að nafni Hayat Tahrir al-Sham í Idlib-héraði. Fregnir þessar eiga að hafa borist í gegnum skilaboð sem hafi verið tekin upp og birt á Telegram. Ekki kemur fram hvenær leiðtoginn var drepinn.

Þá liggi nýr leiðtogi fyrir. Sá sé Abi Hafsan al-Hashimi al-Qurashi.

Í nóvember árið 2022 var fyrri leiðtogi íslamska ríkisins, Abu Hasan al-Hashimi al-Qurashi, ráðinn af dögum og forveri hans í febrúar sama ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka