Einn er látinn og 14 særðir eftir að karlmaður ók bifreið á hóp fólks nærri höfuðborginni Seoul í Suður-Kóreu og hóf síðan að stinga fólk. Maðurinn er talinn vera á þrítugsaldri og var handtekinn á vettvangi, en óljóst er hvað honum gekk til.
Ók hann bifreið sinni á fjóra einstaklinga við verslunarmiðstöð nærri neðanjarðarlestarstöðinni Seohyeon í Bundang, um 20 kílómetra suðaustur af Seoul.
Því næst steig hann út úr bifreiðinni og hóf að stinga fólk inni í verslunarmiðstöðinni. Stakk hann að minnsta kosti níu manns og eru fimm þeirra þungt haldnir að sögn suðurkóresku lögreglunnar.
Fjölmiðlar í Suður-Kóreu kalla athæfið ódæði og lögregluyfirvöld hafa sagt árásina ómannúðlega.
Tvær vikur eru síðan stunguárás varð í Seoul þar sem einn lést og þrír særðust. Stunguárásir hafa verið taldar sjaldgæfar í Suður-Kóreu fram að þessu.
Myndskeiðum hefur verið dreift á samfélagsmiðlum þar sem maðurinn sést á hlaupum í verslunarmiðstöðinni.
Fréttin hefur verið uppfærð.
🇰🇷 At least 13 people were #injured in #SouthKorea when a man started stabbing people near a subway station in #Seongnam #casulties #injuries #knifeinjuries #stabbing #violence #BREAKING #BREAKING_NEWS pic.twitter.com/qUDiOuioCI
— Attentive Media (@AttentiveCEE) August 3, 2023
BREAKING: Car ramming and stabbing attack leaves 17 injured in shopping centre as knifeman goes on rampage in South Korea.
— Insider Corner (@insidercnews) August 3, 2023
Suspect in custody according to Police. pic.twitter.com/F4Kalp5Qm2