Trump neitar sök í öllum ákæruliðum

Fyrrverandi Bandaríkjaforsetinn er ákærður fyrir að eiga við úrslit kosinganna …
Fyrrverandi Bandaríkjaforsetinn er ákærður fyrir að eiga við úrslit kosinganna 2020. AFP

Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, kvaðst saklaus allra mála fyrir dómstólum í dag.

Trump er ákærður fyrir að reyna að eiga við úrslit forsetakosninganna 2020. Aðstoðarmanni dómsmálaráðherra, Jack Smith, var falið að rannsaka hlut Trump í að hafa áhrif á úrslit kosninganna, ásamt þætti hans í atburðarásinni sem leiddi til árásarinnar á þinghúsið í Washington, en Trump er sagður hafa espað upp múgæsing í stuðningsfólki sínu.

Hefur ekki miklar áhyggjur

Smith hefur einnig ákært Trump fyrir glæfralega meðhöndlun leyniskjala, en hann var kærður fyrir viðskiptasvik fyrr á árinu.  

Trump kveðst þó ekki hafa miklar áhyggjur af ákærunni og áhrifum hennar á framboð sitt í kosningunum á næsta ári, en hann segir hana góða átyllu fyr­ir stuðnings­menn sína til að fylkja sér um sig og veita sér at­kvæði sín í næstu kosn­ing­um.

Ákærurnar sem lagðar eru á hendur Trump eru eftirfarandi: 

  • Samsæri um svik við Bandaríkin
  • Samsæri um að hindra opinbera málsmeðferð
  • Hindrun á opinberri málsmeðferð
  • Samsæri gegn réttindum bandarískra borgara
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert