Sjódrónar ollu skaða á herskipi Rússa

Skipið varð fyrir árás að sögn heimildamanna úkraínsku leyniþjónustunnar.
Skipið varð fyrir árás að sögn heimildamanna úkraínsku leyniþjónustunnar. AFP

Rússneskt herskip varð fyrir árás fjarstýrðra sjódróna Úkraínumanna í Svartahafi nærri hafnarborginni Novorssiysk.

Varnarmálaráðuneyti Rússa hefur gefið út að komið hafi verið í veg fyrir árásina en viðurkenndi engar skemmdir nærri hafnarborginni sem er talin þýðingarmikil útflutningsæð.

Myndskeið sýnir sjódrónana

Úkraínskir öryggisfulltrúar segja að skipið, Olenegorsky Gornyak, hafi orðið fyrir skoti og skemmdirnar séu töluverðar. Sjódrónarnir hafi innihaldið 450 kíló af sprengjuefni þegar ráðist var til atlögu.

Sjódrónar eru lítil, mannlaus sjóför sem geta ýmist ferðast yfir eða undir yfirborði sjávar. Á myndskeiði, sem barst fréttastofu BBC frá heimildamanni frá úkraínsku leyniþjónustunni, sést þegar dróninn nálgast herskipið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka